Vatnsheldni tjalda

Vatnsheldni tjalda

Á Íslandi er allra veðra von. Grenjandi rigning og rok eina stundina og bongó blíða hina. Hvað þarf að hafa í huga þegar þú ert að velja tjald sem þú vilt að sé tilbúið í íslenskar aðstæður svo þið verðið ekki úti í næstu útilegu? Vatnsheldni er góð byrjun.

 

En hvernig veit ég hvort og hversu vatnshelt tjaldið mitt er?

Vatnsheldni tjalda er mæld í millimetrum og getur verið frá 800mm til 10.000mm almennt. Þetta kallast á ensku Hydrostatic Head og vísar til mæliaðferðarinnar sem notuð er í að mæla vatnsheldni efna.

Aðferðin sem notuð er til að mæla vatnsheldni er gerð í mælitæki(e. Hydrostatic head tester) þar sem hluti af efni tjaldsins er sett í þvingu og vatni er svo þrýst að efninu þangað til að í gegnum það leka nokkrir dropar. Svo fær efnið tölugildi á vatnsheldni t.d. 3000mm.

Þegar það rignir lítið og vindur er hægur þá er þrýstingur á tjaldið lítill og reynir lítið á vatnsheldni tjaldsins. En þegar úrkoma er mikil og vindur einnig að þá er þrýstingurinn aukinn og fer að reyna á vatnsheldni tjaldsins.


En hvað þýðir 3000mm? Getur tjaldið mitt staðið af sér 3 metra af vatni?

Já er einfalda svarið. Hinsvegar þá er það kannski ekki eins einfalt og það hljómar. Þegar einstaklingur sem er 80 kg og 180 cm á hæð liggur, þá er þrýstingurinn frá honum um 1000mm. Þegar sami einstaklingur krýpur á kné að þá verður þrýstingurinn 5000mm. Þetta er vegna þess að því minni sem þrýstings punkturinn er því meiri verður þrýstingurinn undir sömu þyngd.


Hvað á ég þá að velja?

Vatnshelt(e. waterproof) er 3000mm. 3000mm dugar vel fyrir íslenskar aðstæður og tjaldbotninn þarf að hafa 6000mm eða meira. Mikilvægt er að saumarnir á tjaldinu séu líka límdir því þar er tjaldið veikast gagnvart leka. Þetta hafa flest betri fjölskyldutjöld í dag. Við mælum með að hafa með í útileguna þéttiefni fyrir sauma(e. Seam sealant) til þess að líma ef tjaldið byrjar að leka á saumunum.


Gott er að hafa í huga að nauðsynlegt er að viðhalda vatnsheldni tjalda við ef þau eru notuð mikið. Á 3-5 ára fresti er gott að tjalda þeim og fara yfir þau með vatnsheldnis spreyi(e. DWR - Durable Water Repellant) ef notkunin er mikil.

 

Back to blog