Um okkur

URSA er netverslun með vandaðar útileguvörur á góðu verði, stofnuð sumarið 2024. Hjá okkur eru gæði í fyrirrúmi og við seljum aðeins vörur sem við höfum trú á. Markmið okkar er að auka úrval á gæðavörum og halda áfram uppbyggingu verslunarinnar með þjónustu ofarlega í huga og við munum gera allt sem við getum til að þú sért ánægður í viðskiptum við okkur!

 

URSA nafnið kemur úr latínu og þýðir Björn.

 

Við erum tveir vinir sem höfum þekkst í næstum tvo áratugi og komum báðir frá sama heimabænum. Við höfum unnið saman við sölumennsku, lagerstörf og harkað í eigin smárekstri.

 

Báðir höfum við gaman af því að fara í útilegur og höfum gert mikið síðan við kynntumst, ásamt góðra vina hópi.

 

Við þökkum ykkur fyrir að líta við og hlökkum til að sjá ykkur á tjaldsvæðum landsins í sumar.

 

Takk fyrir,

URSA