Skilmálar

Skilmálar URSA

Kennitala: 5705240624
VSK-númer: 153034

Afhending vöru

Allar pantanir eru sendar með Dropp á næstu dropp stöð eða heim að dyrum ef heimilisfang er á höfuðborgarsvæði og í nágrenni. Samskip sér um flutning til annarra staða á landinu. Allar pantanir yfir 15.000 kr innihalda fría heimsendingu innan Íslands. Ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp gilda um afhendingu vörunnar. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Ursa og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Vörur eru sendar af stað samdægurs eða 1-2 virkum dögum frá pöntun. 

Ef vara er uppseld eða selst upp á meðan á pöntun stendur höfum við samband við kaupanda sem allra fyrst til að afgreiða endurgreiðslu eða afhendingu á svipaðri vöru.  

Sé valið að sækja í verslun er haft samband við viðskiptavin um tíma sem hægt er að sækja.

Skilafrestur

Hægt er að skila vöru og fá endurgreiðslu ef skilað er innan 14 daga frá afhendingu. Vörunni þarf að skila í upprunalegu ástandi, þ.e.a.s. með órofið innsigli og í heilu lagi. 

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um galla sé að ræða.

Netverð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Fyrirvari er gerður á innsláttar- og/eða eða kerfisvillum. Ursa áskilur sér rétt að hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga. 

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 46/2000, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 46/2000 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.